Vorverkin í skólanum

20 maí 2021

Vorverkin í skólanum

Þegar líða fer að lokum vorannar er einn af árvissum vorboðum þegar útskriftarefni kveðja skólann. Hér í MÍ bjóða útskriftarefni starfsfólki í veglega veislu sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. Útskriftarefni og starfsfólk eiga saman góða stund yfir veitingum sem að þessu sinni voru bornar fram í mötuneyti skólans, svo fylgt væri takmörkunum vegna sóttvarna. Daginn eftir taka útskriftarefni daginn snemma og fara um bæinn í skemmtilegum búningum, vekja starfsfólk og flesta aðra í leiðinn. Síðan mæta þeir i mötuneyti skólans í staðgóðan morgunverð áður en haldið er út í daginn í meira sprell. 

Til baka