Vottun á gæðakerfi skólans

7 jún 2021

Vottun á gæðakerfi skólans

Í lok maí bárust þær ánægjulegu fréttir að vottunarnefnd iCert ehf hefði að lokinni úttekt staðfest að Menntaskólinn á Ísafirði starfræki gæðastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015 og nær til reksturs framhaldsskóla á verknáms- og bóknámsbrautum. Staðfestingin fékkst að loknu löngu undirbúinings- og vinnuferli, en það var í lok árs 2017 sem markmið um innleiðingu gæðakerfis og vottun var sett í stefnuskjal skólans. Stjórnendur þakka gæðaráði og öllu starfsfólki skólans fyrir þennan góða árangur.

 

 

Til baka