í kjölfar Bríetar-hópurinn í góðri heimsókn

22 okt 2015

í kjölfar Bríetar-hópurinn í góðri heimsókn

1 af 2
Í morgun fengum við góða heimsókn frá þremur fulltrúum Í kjölfar Bríetar-hópsins, Dóru Hlín Gísladóttur, Dögg Árnadóttur og Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur. Í kjölfar Bríetar er hópur sem stendur um helgina fyrir ráðstefnu hér á Ísafirði um stöðu jafnréttismála í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Bauð hópurinn nemendum MÍ upp á áhugaverða dagskrá á sal sem tengdist á einn eða annan hátt jafnrétti. Horfðu nemendur á myndina The Startup Kids um unga veffrumkvöðla en áður en myndasýningin hófst fengu nemendur að heyra nokkur orð frá öðrum leikstjóra myndarinnar, Sesselju Vilhjálmsdóttur, í gegnum Skype. Að lokinni sýningu myndarinnar hófust umræður um jafnréttismál og því næst tók við skemmtileg spurningakeppni á netinu um ýmislegt sem tengist jafnrétti. Að lokum buðu Í kjölfar Bríetar-hópurinn og Hamraborg upp á pizzuveislu. Heimsóknin var í alla staði ánægjuleg og vakti vonandi nemendur MÍ til umhugsunar um stöðu jafnréttismála. Þökkum við í MÍ Í kjölfar Bríetar-hópnum kærlega fyrir okkur.

Til baka