Lýsing: Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi eða þeim sem hafa lokið starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Brautin samanstendur af þeim áföngum sem nemendur af starfsnámsbrautum þurfa að lágmarki að taka til að ljúka stúdentsprófi af starfsnámsbraut. Heildarfjöldi eininga ræðst af einingafjölda starfsnámsbrautar og þeim einingum sem koma fram hér, að því tilskyldu að þessir áfangar hafi ekki verið hluti af starfsnámsbraut. Við bætast einingar sem nemandi tekur til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem hann stefnir á í háskóla.
Nemandi útskrifast að lágmarki með 200 einingar. Vanti nemanda einingar til að ná því lágmarki er frjálst val nauðsynlegt. Einingar á 1. þrepi geta verið 66 að hámarki, á 2. þrepi 100 að hámarki og að lágmarki 34 einingar á 3. þrepi.Nemandi getur tekið þessa áfanga jafnt og þétt gegnum námið eða bætt þeim við þegar starfsnámi lýkur hyggi hann á áframhaldandi nám. Starfsnám er ekki hluti af þessu viðbótarnámi. Brautin samanstendur af þeim áföngum sem nauðsynlegt er að bæta við starfsnámsbrautir á 3. hæfniþrepi til að uppfylla viðmið aðalnámskrár fyrir stúdentsbrautir.
Námsframvinda: Misjafnt eftir starfsnámi.
Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið eða ætli sér að ljúka starfsnámi á 3. hæfniþrepi.
ALMENNUR KJARNI 35 EIN | ||||||||||
Námsgrein | Skammstöfun | 1. ÞREP | 2. ÞREP | 3. ÞREP | ||||||
Danska | DANS | 2BF05 | 5 | |||||||
Enska | ENSK | 2DM05 | 5 | |||||||
Íslenska | ÍSLE | 2BR05 | 2MG05 | 3BF05 | 3BS05 | 10 | 10 | |||
Stærðfræði | STÆR | 2GS05 | 5 | |||||||
Einingafjöldi | 35 | 0 | 25 | 10 | ||||||
BUNDIÐ ÁFANGAVAL 15 EIN | ||||||||||
Námsgrein | Skammstöfun | 1. ÞREP | 2. ÞREP | 3. ÞREP | ||||||
Enska | ENSK | 2RR05 | 3HO05 | 3FO05 | ||||||
Stærðfræði | STÆR | 2JA05 | 2LT05 | 2VH05 | 3DF05 | 3HE05 | 3ÁT05 | |||
Einingafjöldi | 15 | |||||||||
BUNDIÐ ÁFANGAVAL 5 EIN | ||||||||||
Námsgrein | Skammstöfun | 1. ÞREP | 2. ÞREP | 3. ÞREP | ||||||
Félagsvísindi | FÉLV | 1IF05 | ||||||||
Náttúruvísindi | NÁTV | 1IN05 | ||||||||
Saga | SAGA | 2FR05 | ||||||||
Einingafjöldi | 5 | |||||||||
Hámark eininga á 1. þrepi 33% eða 66 ein. | ||||||||||
Hámark eininga á 2. þrepi 50% eða 100 ein. | ||||||||||
Lágmark eininga á 3. þrepi 22,5% eða 45 ein. |
Skipulag
Námið á brautinni skiptist í almennan kjarna, bundið pakkaval, brautarkjarna, bundið áfangaval og frjálst val. Við valið þurfa nemendur að huga að þrepaskiptingu aðalnámskrár sé fullnægt. Nemendur skipuleggi valið í samráði við náms- og starfsráðgjafa í samræmi við framtíðaráætlanir.