Vélstjórn B/vélvirkjun

Vélstjórn B (1500kW réttindi eða minna)

Næsti dagskólahópur fer af stað í ágúst 2024.

Vélstjórnarnám skiptist í fjögur námsstig; A, B, C og D. A og B stig eru kennd í MÍ. Hvert stig fyrir sig veitir ákveðin réttindi samkvæmt reglugerð 535/2008. Nemendur sem ljúka B réttindum hafa samhliða öðlast rétt til töku sveinsprófs í vélvirkjun að loknu starfsnámi. Nemendur sem ljúka námi til C stigs hafa einnig lokið stúdentsprófi. Vélstjórnarnámið er skipulagt í samræmi við alþjóðlegar kröfur (IMO, STCW) og öðlast nemendur haldgóðan grunn til starfa jafnt til sjós og lands.

Lýsing: Markmið brautarinnar er að veita þeim nemendum, sem ljúka námi, réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW vélarafl og minna. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun. Nemandi, sem kemur beint úr grunnskóla og skráir sig til a.m.k. 1500kW réttinda, öðlast 750kW réttindi eftir 4 annir miðað við eðlilega námsframvindu.

Námsframvinda: Námið er 126 einingar. Meðalnámstími er 3 ár.

Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið eða séu við að ljúka vélstjórnarnámi A.

 

ALMENNUR GREINAR (35 EIN)       
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Enska ENSK 2DM05  2RR05       10  
Íslenska ÍSLE 2BR05  2MG05       10  
Stærðfræði  STÆR 2GS05 2RU05 2VH05     15  
Einingafjöldi 35         0 35 0
SÉRGREINAR (98 EIN)       
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Eðlisfræði EÐLI 2AO05         5  
Hlífðargassuða HLGS 2SF04         4  
Iðnteikning málmiðna IÐNT 3AC05 3CN04         9
Lagnatækni LAGN 3RS04           4
Rafmagnsfræði RAMV 3RF05           5
Rökrásir RÖKR 3IS05           5
Sjóréttur SJÓR 2ÁS04 2GV05       4  
Smíðar SMÍÐ 2NH05 3VV05       10  
Stærðfræði STÆR 2GN05 2RU05 2VH05     15  
Umhverfisfræði UMHV 2ÓS05         5  
Vélfræði VÉLF 2VE05            
Vélstjórn VLES 2TK05 3SV05 3VK05     5 10
Véltækni VÉLT 3ÁL04           4
Viðhalds- og öryggisfræði VÖRS 1VÖ04       4    
Einingafjöldi 98          8 48 42