Grunnnám rafiðna

Næsti dagskólahópur fer af stað í ágúst 2025.

Lýsing: Markmið grunnnáms rafiðna er að undirbúa nemendur fyrir fagnám í rafiðngreinum. Grunnnám rafiðna er því fornám fyrir rafvirkjun, rafvélavirkjun, rafveituvirkjun og rafeindavirkjun. Námið er tekur að jafnaði fjórar annir og er skilgreint sem lokapróf á öðru þrepi. Að loknu námi á nemandinn að vera fær um að takast á við kröfur í framhaldsgreinum og hafa góða undirstöðuþekkingu á hugtökum og verklagi sem til þarf.

Grunnnám rafiðna skilar nemendum hæfni á 2. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. 

Námsframvinda: Námið er 120 einingar. Meðalnámstími er 2 ár.

Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.

Námsfyrirkomulag: Námið er kennt í dagskóla og dreifnámi. Dreifnám fer fram utan vinnutíma, á kvöldin og um helgar. Innritunar- og skólagjöld í dreifnámi eru 15.000 kr og einingagjald er 2.200 kr á hverja einingu.

 

www.namskra.is

Rafræn ferilbók - skráning

 

ALMENNAR GREINAR 24 EIN
Námsgrein Skammstöfun           1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Enska ENSK 2DM05           5  
Íslenska ÍSLE 2BR05           5  
Íþróttir ÍÞRÓ 1AL01 1LH01 1AL01  1AL01 1AL01 5    
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1NN03         3    
Skyndihjálp SKYN 1SK01         1    
Stærðfræði  STÆR 2RU05           5  
Einingafjöldi 24           9 15 0
SÉRGREINAR 82 EIN       
Námsgrein Skammstöfun           1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Raflagnir RAFL 1GA04 1GB04 2GA04     8 4  
Rafmagnsfræði og mælingar RAFM 1GA05 2GA05 2GB05 3GA05   10 5
Rafeindatækni REIT 2GA05 2GB05         10  
Stýritækni STÝR 1GA04 2GA04 2GB04     4 8  
Tölvu- og nettækni TNTÆ 1GA05 2GA05 2GB05     5 10  
Verktækni grunnnáms VGRT 1G04 2GA04 2GB04     4 8  
Öryggismál ÖMÁL 2RK01           1  
Einingafjöldi 82           26 51 5
BUNDIÐ ÁFANGAVAL NEMENDUR VELJA SAMTALS 14 EININGAR             
Námsgrein Skammstöfun           1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Danska DANS 2BF05           5  
Enska ENSK 2RR05           5  
Íslenska ÍSLE 2MG05              
Málmsuða   LOGS1PS03 HLGS2MT03 HLGS2MI05     3 8  
Smíðar SMÍÐ 1NH05 1HN05       10    
Stærðfræði                  
Einingafjöldi 14           13 18  

Skipulag námsbrautarinnar eftir önnum