Lista- og nýsköpunarbraut

Hægt er að taka brautina samhliða opinni stúdentsbraut

Lýsing: Á lista- og nýsköpunarbraut er lögð áhersla á grunngreinar í lista- og nýsköpunargreinum,  verklegum smiðjum og tölvuvinnslu sem og almennum kjarnagreinum. Nemendur sem stunda tónlistarnám á mið- eða framhaldsstigi geta fengið tónlistarnámið metið í frjálsu vali. Brautinni lykur með framhaldsskólaprófi á 2. þrepi en er einnig góður grunnur fyrir áframhaldandi nám á opinni stúdentsbraut og hentar vel fyrir þá sem stefna að starfi eða frekara námi í list- og nýsköpunargreinum.

Námsframvinda: Lágmarkseiningafjöldi er 120 einingar. Meðalnámstími er 4 annir. Nemandi sem hyggst ljúka stúdentsprófi í framhaldi af lista- og nýsköpunarbraut þarf að skipuleggja valið í samráði við náms- og starfsráðgjafa.

Inntökuskilyrði á brautina: Að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast.

Efnisgjald: 15.000 krónur á önn.

Brautaruppsetning á www.namskra.is

 

Hér má sjá stutt kynningarmyndband um brautina: LNÝ-kynning

 

ALMENNUR KJARNI 30 ein       
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Hugmyndir- og nýsköpun HUGN 1HN05       5    
Hönnun HÖNN 1BL05       5    
Íslenska ÍSLE 2BR05         5  
Íþróttir ÍÞRÓ 1AL01 1LH01     2    
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1NN03       3    
Sjónlistir SJÓN 1LF05       5    
Upplýsingatækni- og vefsíðugerð UPPT 1UV05       5    
Einingafjöldi 30         25 5 0
BUNDIÐ ÁFANGAVAL 25 ein
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Danska DANS 1SK05 2BF05 2UB05   5 10  
Enska ENSK 1GR05 2DM05 2RR05   5 10  
Franska FRAN 1AG05 1AF05 1AU05     15  
Félagsvísindi FÉLV 1IF05       5    
Íslenska ÍSLE 1LR05 2MG05     5 5  
Íþróttir ÍÞRÓ 1AL01* 1SÉ01*     2    
Jafnréttis- og kynjafræði JAFN 1JK05       5    
Lokaverkefni LOKA 3VE02           2
Náttúruvísindi NÁTV 1IN05       5    
Stærðfræði STÆR 1GS05 2GS05 2LT05   5 10  
Umhverfis- og átthagafræði UMÁT 3UN05           5
Þýska ÞÝSK 1AG05 1AF05 1BG05   15    
Einingafjöldi 25              
BUNDIÐ ÁFANGAVAL 35 fein       
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Stafræn hönnun FABL 2RF05         5  
Hönnun HÖNN 2HA05         5  
Íslenska ÍSLE 3RS05           5
Kvikmyndagerð KVMG 1IK05 2KV05     5 5  
Leiklist LEIK 1LH05 2LE05     5 5  
Listir og menning LIME 2LM05         5  
Margmiðlun MARG 2MT05         5  
Myndlist MYNL 2FF05         5  
Nýsköpun NÝSK 1FA05 1VE05     10    
Starfsumhverfi og vinnustaðakynning STAR 1VI05       5    
Starfsþjálfun STAÞ 2HU05         5  
Einingafjöldi 35              
FRJÁLST VAL 30 ein
 
Einingar á 1. þrepi 25-50% eða 30-60 ein.   
Einingar á 2. þrepi 50-75% eða 60-90 ein.  
Hámark eininga á 3. þrepi eru 10 ein.  


*ÍÞRÓ1AL01/ÍÞRÓ1HH01/ÍÞRÓ1SÉ01

Skipulag
Námið á brautinni skiptist í almennan kjarna, bundið áfangaval og frjálst val. Við valið þurfa nemendur að huga að þrepaskiptingu aðalnámskrár sé fullnægt. Nemendur skipuleggi valið í samráði við náms- og starfsráðgjafa í samræmi við framtíðaráætlanir.

Skipulag námsbrautarinnar eftir önnum