Sérnámsbraut (starfsbraut)

Lýsing: Markmið með námi á sérnámsbraut er að undirbúa nemendur undir daglegt líf, atvinnuþátttöku og/eða frekara nám við hæfi.

Námsframvinda: Nám á sérnámsbraut miðast alltaf við átta annir og er einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með einstaklingsbundinn þó reynt sé að miða við allt að 240 einingar. Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum nemanda. Námið er á fyrsta þrepi en þó geta nemendur tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum í samráði við kennara. Þar sem námið er einstaklingsmiðað er ekki alltaf víst að nemandi geti tekið alla áfanga sem skilgreindir hafa verið í kjarna og því verður að gera ráð fyrir því að aðlaga þurfi áherslur í námi og bregða út af fyrirfram gefnum ramma. Eins er hugsanlegt að breyta þurfi einingafjölda í áföngum hverju sinni til að koma til móts við einstaklingsmarkmið.

Inntökuskilyrði: Sérnámsbrautin er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun og geta ekki nýtt sér almennt námstilboð framhaldsskóla en þurfa sérhæft, einstaklingsmiðað nám.

www.namskra.is

  

KJARNI 101 EIN
Námsgrein Skammstöfun         1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Fjölmiðlafræði FJÖL 1FF04        4    
Félagsfræði FÉLA 1SA04          
Heilbrigðisfræði HBFR 1HL04       4    
Heimilisfræði HEFR 1BA02 1HM02     4    
Hönnun HÖNN 1SH04       4    
Íslenska ÍSLE 1LO04 1MF04 1SM04 1SS04 16     
Íþróttir ÍÞRÓ 1AÍ02        2    
Landafræði LAND 1HÁ04 1LÍ04     8    
Náms- og starfsfræðsla NÁSS 1NN03          
Myndlist MYNL 1GR04          
Náttúrufræði NÁTT 1IN04          
Saga SAGA 1ÍL04          
Starfsumhverfi og vinnustaðakynning STAR 1BS04 1HV04     8    
Stuttmynd STUT 1GR04          
Stærðfræði STÆR 1AS04 1FÁ04 1RM04 1TM04 16     
Trésmíði TRÉS 1HV04          
Umhverfisfræði UMHV 1NS04          
Upplýsingatækni UPPT 1GR04          
Einingafjöldi 101         101    
VAL 139 EIN       
Áfangar eru valdir í samráði við áfangastjóra og kennara brautarinnar
Einingafjöldi 139          139