Sjúkraliðabrú

Sjúkraliðabrú

Menntaskólinn á Ísafirði, sem aðildarskóli að Fjarmenntaskólanum, býður upp á nám á sjúkraliðabraut. Námið er í umsjón Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Ísafirði.

Lýsing: Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis

Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum.

Námsframvinda: Námið er 151 einingar. Meðalnámstími er 3 ár, þar af 5 annir í skóla.

Inntökuskilyrði á brautina

  • Að nemandi hafi staðist grunnskólapróf í samræmi við námsmat sem ráðuneytið birtir um viðmið við lok grunnskóla í almennum hluta Aðalnámsskrár eða sambærilegt nám.
  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 23 ára og hafa að lágmarki 5 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra, fatlaðra eða sjúkra.
  • Umsækjandi þarf að vera starfandi við umönnun aldraðra, fatlaðra eða sjúkra þegar sótt er um námið auk þess að skila meðmælum frá vinnuveitanda.

Námsfyrirkomulag: Námið er kennt í dreif- og fjarnámi. Staðlota er í HJVG1G05 og LÍBE1LB01. Aðrir áfangar eru kenndir í fjarnámi. 

Vinnustaðanám: Vinnustaðanám fer fram á heilbrigðistofnunum. Fyrri starfsreynsla er ekki metin til skerðingar á vinnustaðanámi.

Starfsþjálfun: Skóli má ekki útskrifa nemendur nema nemandinn hafi farið í starfsþjálfun. Starfsþjálfunin er samtals 27 einingar og þarf nemandi að hafa tekið 80 vaktir í 60 – 100% vinnu á að minnsta kosti tveimur deildum eða tveimur stöðum. Skipta má starfsþjálfun í tvö til þrjú tímabil. Nemandi er á launum á meðan á starfsþjálfun stendur.

Nemandi þarf sjálfur að útvega sér starfsþjálfunarpláss (sækja um starfsþjálfunarpláss á heilbrigðisstofnun) en umsjónaraðili sjúkraliðanáms þarf að samþykkja námsstaðinn áður en starfsþjálfunin hefst.

Að loknu námi í starfsþjálfun þarf skólinn að fá í hendur staðfestingu á að nemandi hafi tekið starfþjálfunina og umsögn um nemandann. Hluta starfsþjálfunar (30 – 40) vaktir má nemandi byrja að taka eftir að hafa lokið VINN2SL08 og HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05.

Starfsþjálfun fæst ekki metin nema hjá nemendum sem hafa unnið í 5 ár eða lengur í a.m.k. 60% samfelldu starfi við umönnunarstörf. Þeir nemendur geta fengið 20 vaktir metnar. Nemendur sem fá vaktir metnar þurfa samt sem áður að vera í starfsþjálfun á tveimur til þremur stöðum.

Brautaruppsetning á www.namskra.is

   

Sjúkraliðabrú 151 eining
Námsgrein Skammstöfun             1. ÞREP 2. ÞREP 3. ÞREP
Heilbrigðisfræði HBFR 1HH05              
Hjúkrun HJÚK 1AG05 2HM05 2TV05 3FG05 3ÖH05 3LO03 5 10  13
Hjúkrun verkleg HJVG 1VG05              
Líffæra- og lífeðlisfræði LÍOL 2SS05 2IL05           10  
Líkamsbeiting LÍBE 1HB01           1    
Lyfjafræði LYFJ 2LS05             5  
Næringafræði NÆRI 1GR05           5    
Sálfræði SÁLF 2IS05 3ÞR05           5  5
Siðfræði SIÐF 2SF05             5  
Sjúkdómafræði SJÚK 2GH05 2MS05           10  
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01             2  
Sýklafræði SÝKL 2SS05             5  
Upplýsingalæsi UPPÆ 1RS05           5    
Vinnustaðanám VINN 2LS08 3ÖH08 3GH08         8 16
Starfsþjálfun STAF 3ÞJ27               27
Einingafjöldi 146             26 64 61