Cross-fit kynning

8 sep 2011

Cross-fit kynning

Kynning á þjálfunaraðferðum cross-fit íþróttarinnar mun fara fram á vegum afreksíþróttabrautar MÍ á föstudag og laugardag. Leifur Geir Hafsteinsson umboðsmaður cross-fit á Íslandi kemur til Ísafjarðar föstudaginn 16. september og verður með kynningu á Íþróttinni í íþróttahúsinu Torfnesi frá kl. 17:00 - 20:00. Leifur Geir var m.a. þjálfari Annie Mist sem er nýkrýnd sem heimsmeistari en nú hafa tveir erlendir þjálfarar tekið við þjálfuninni.  Ásamt Leifi koma þrír af cross -fit þjálfurum hans til að kenna og aðstoða þá sem velja taka þátt og kynna sér íþróttina, bæði með tilliti til þjálfunaraðferða sem gæti hentað öllum íþróttagreinum og einnig sem sjálfstæða keppnisgrein íþrótta. Nemendur á Afreksbraut Menntaskólans verða tilraunaiðkendur en húsið er opið fyrir alla sem áhuga hafa á að kynna sér íþróttina og fylgjast með.Kynningin verður bæði fræðileg í formi fyrirlesturs og verkleg þjálfun.

Á laugardag frá kl. 11:00 - 15:00 verður sett upp þjálfunarbraut utanhúss á gervigrasvellinum (ef veður leyfir) og inni í Vallarhúsi.   Ef veður hamlar verður farið aftur inn í íþróttahúsið.  Allt íþróttafólk ásamt þjálfurum innan HSV er hvatt til að mæta og kynna sér þjálfunaraðferðir cross- fit.  Þeir sem eru tilbúnir að prófa og taka þátt í þjálfuninni gefa sig fram á staðnum í upphafi tímans.  Í lok æfingarinnar á laugardag verður sérstök kynning fyrir þjálfara og umræða um það hvernig cross -fit gæti nýst við þrekþjálfun hinna ýmsu íþróttagreina.


F.h. Afreksbrautar MÍ,

Hermann Níelsson

Gsm. 8613248

 

Til baka