Fundur með foreldrum og forráðamönnum

29 ágú 2011

Fundur með foreldrum og forráðamönnum

Árlegur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn í fyrirlestrasal skólans mánudaginn 29. ágúst kl. 18:00. Skólameistari, námsráðgjafar og áfangastjóri munu kynna skólastarfið og einnig verður kynning á niðurstöðum rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks. Þá munu umsjónarkennarar nýnema segja frá kennslu í lífsleikni og hinni árleg nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði, sem farin verður dagana 1.-2. september.

Til baka