Söngkeppni og MORFÍS

25 feb 2011

Söngkeppni og MORFÍS

Það er mikið um að vera hjá nemendum MÍ um helgina. Söngkeppni skólans verður haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi á föstudagskvöldið og keppt verður við MORFÍS lið MH á laugardagskvöldið á sal skólans. Söngkeppnin hefst kl. 20:00 en húsið verður opnað kl. 19:45. Sigurvegari keppninnar verður fulltrúi skólans á söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri síðar á vorönninni.

Til baka