Vélfræðingur óskast

3 nóv 2011

Vélfræðingur óskast

Vélfræðingur óskast til kennslu á A- og B-stigi vélstjórnar við Menntaskólann á Ísafriði á vorönn 2012. Upphafstími ráðningar er 1. janúar 2012. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2011. Í MÍ er áhersla lögð á mjög góða samskiptahæfni og þátttöku starfsmanna í öflugu þróunarstarfi í kennsluháttum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi KÍ og stofnanasamningi MÍ.

Umsækjendur þurfa að hafa löggild réttindi í viðkomandi kennslugrein sbr. lög nr. 87/2008. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum og er öllum svarað þegar ákvarðanir um ráðningar liggja fyrir. Umsókn ásamt staðfestu ljósriti af prófskírteinum skal senda til skólameistara jon@misa.is sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 450-4400 eða í vasasíma 896-4636. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.

                                  

Jón Reynir Sigurvinsson

Skólameistari

Til baka