Tilkynningar

29 mar 2012

INNRITUN

Forinnritun nemenda sem útskrifast úr grunnskóla í vor (fæddir 1996) stendur yfir og lýkur á morgun 30. mars. Nemendur geta breytt þessum  umsóknum á tímabilinu 4. maí til 8. júní. Smellið hér til að komast á menntagatt.is

Þann 4. apríl hefst innritun nemenda sem fæddir eru 1995 eða fyrr. Innritunin stendur til 31. maí. Smellið hér til að komast á innritunarsíðu menntagáttar

Innritun á starfsbrautir fatlaðra í gegnum menntagátt er lokið. Hafa verður beint samband við skólann ef láðist að sækja um.

19 mar 2012

VALDAGUR

Fimmtudaginn 22. mars n.k. verður umsjónartími í fundartíma. Nemendur eiga að mæta í stofur til umsjónarkennara og velja sér áfanga fyrir næstu önn.
9 mar 2012

Háskóladagurinn 2012

Háskólarnir í landinu verða með kynningu í skólanum miðvikudaginn 14. mars frá kl. 11 til 14. Nemendur eru hvattir til að kynna sér hvað þeir hafa upp á að bjóða.

6 mar 2012

Gróska - Föstudagur

Nú fara Gróskudagar að renna sitt skeið. Skráningar í smiðjur á föstudeginum eru komnar inn.

Smellið hér til að sjá skráningu í smiðjur kl. 08:30

Til að sjá skráningu í smiðjur kl. 10:30 smellið hér.

Og smellið hér til að sjá skráningu í smiðjur kl. 13:00.

Nemendur sem ekki finna nafnið sitt í neinni smiðju en eiga eftir að ná lágmarksfjölda geta athugað hvort ekki sé laust pláss einhversstaðar. Það eru ekki allar smiðjur fullar.

MUNIÐ SVO AÐ SKILA SKRÁNINGARBLÖÐUM TIL RITARA!!