Tilkynningar

20 maí 2011

Endurtektar- og sjúkrapróf

Endurtektar- og sjúkrapróf fara fram 20. og 23. maí. Nemendur sem eiga rétt á að endurtaka próf þurfa að skrá sig í endurtekt hjá ritara. Þeir nemendur sem taka sjúkrapróf þurfa að framvísa læknisvottorði vegna veikinda sinna.
16 apr 2011

VORPRÓF

Vorpróf eru hafin og standa til 19. maí n.k. Upplýsingar um staðsetningu í prófum eru í INNU en auglýsingar hanga einnig uppi á auglýsingatöflum í skólanum og fyrir utan hverja stofu. Gangi ykkur vel!

11 apr 2011

Háskóli Íslands í heimsókn

Þriðjudaginn 12. apríl verður Háskóli Íslands með kynningu á námsframboði sínu í skólanum. Kynningin mun standa yfir frá því upp úr kl. 10 og fram yfir hádegi.  Nemendur eru hvattir til að kynna sér hvað er í boði í HÍ.

25 mar 2011

VAL HAUSTANNAR

Nemendur sem ekki hafa valið sér áfanga fyrir haustönn eru minntir á að gera það sem fyrst! Ef þið eigið í vandræðum með valið getið þið leitað til námsráðgjafa eða áfangastjóra. Þeir sem ekki hafa valið áfanga fyrir 29. mars n.k. geta átt von á því að komast ekki í þá áfanga sem þeir kjósa.