ENSK1GR05

Enska - grunnáfangi

Áfangalýsing

Markmið áfangans er að nemendur nái tökum á undirstöðuatriðum enskrar málfræði, geti skilið daglegt mál og tjáð sig um einfalda hluti munnlega og skriflega. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur lesi fjölbreytta texta til þess að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða og tjá hugsun sína bæði í ræðu og riti á skipulegan hátt og geti rökstutt hugmyndir sínar. Lögð er áhersla á að nemendur tali skýrt mál og noti það á réttan og viðeigandi hátt. Nemendum er gerð grein fyrir því hvernig þeir geti sjálfir bætt við þekkingu sína og tekið ákvarðanir er varða tungumálanám þeirra. Til þess að nemendur öðlist sjálfstæði í námi er lögð áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að hinum ýmsu verkefnum og kynningum. Hver nemandi finni eigin leiðir til að ná árangri í náminu og setji sér markmið. 

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:  

  • helstu málfræðiatriðum og orðflokkum.
  • helstu málfræðiatriðum og geta nýtt þau í töluðu og rituðu mál.
  • grundvallaratriðum í tjáningu með hagnýtum orðaforða.
  • mismunandi eiginleikum tungumáls í rituðu og töluðu máli.

Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:  

  • skilja talað mál um kunnugleg efni.
  • lesa texta á eigin áhugasviði eða um kunnugleg efni.
  • skrifa samfelldan texta um efni sem nemandi hefur kynnt sér.
  • beita grundvallarreglum um ritað og talað mál.
  • nýta sér uppflettirit, s.s. hefðbundnar og rafrænar orðabækur.
  • halda uppi samræðum á ensku.
  • nota mismunandi aðferðir til að læra helstu málfræðiatriði, svo sem lestur og glósur.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

  • lesa og skilja almenna, einfalda texta og segja frá þeim í aðalatriðum.
  • tala og skrifa um kunnuglegt efni eftir mismunandi aðstæðum.
  • miðla og hagnýta almenna þekkingu og færni og taka þátt í samræðum um efni sem hann/hún þekkir eða hefur áhuga á.
  • beita málkerfinu á mismunandi hátt eftir aðstæðum.

 

 

Áfangakeðja í ensku