FJAR2DL03

Fjármálalæsi daglegs lífs

Áfangalýsing:  

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist fjármálum einstaklinga ásamt réttindum og skyldum einstaklinga á vinnumarkaði. Markmið áfangans er að nemendur verði læsir á eigin fjármál og geri sér grein fyrir mikilvægi fjármálalæsis í daglegu lífi. Fjallað verðum um fjármál einstaklinga í víðum skilningi. Þ.e. helstu fjárhagslegu ákvarðanir einstaklinga, svo sem lántaka, vextir og verðbólga, sparnaður, ráðstöfun tekna og laun og launatengd gjöld.  

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:  

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:   

  • útgjöldum heimila og helstu kostnaðarliði.
  • launum og launatengdum gjöldum.
  • lántöku, kostnaði, afborgunum og vaxtaútreikningi lána.
  • helstu sparnaðarleiðum og vaxtaútreikningi sparnaðar.

 Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:   

  • koma auga á helstu útgjaldaliði heimila og setja upp greiðsluáætlun.
  • lesa launaseðil og hafa skilning á launatengdum gjöldum.
  • reikna og skilja vaxtaútreikning, bæði innláns og útlánsvexti. 

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:   

  • geta vitnað í helstu réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
  • nýtt sér þekkingu sína í fjármálalæsi í daglegri fjármálaumræðu út frá faglegu sjónarmiði.
  • greina frá helstu lánakjörum og sparnaðarleiðum hér á landi og tengja við þróun efnahagsmála.
  • aflað sér frekari þekkingu um fjármál t.d. með því að nýta sér internetið sem upplýsingamiðil.