FRAN2SF05

Franskt samfélag og menning

Áfangalýsing:

Farið verður í ýmsar kvikmyndir og bókmenntir sem gefa mynd af sögu og menningu Frakklands. Nemendur kynnast meðal annars hvernig það er að vera ung í Frakklandi í dag. Frönsk matarmenning er hluti af áfanganum eins og samband við frönskumælandi í nær-umhverfinu. Nemendur munu kynna sér sögu og menningu fyrrverandi nýlenda Frakklands og stöðu frönskunnar í þeim löndum ásamt ríkjasambandi þeirra við Frakklandi. Áfanginn á að halda áfram að örva almenna forvitni nemandans á tungumálum og menningu.

 

Forkröfur: Engar 

 

Markmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • ýmsum sviðum franska tungumálsins, samfélagi og sögu.
 • menningu og sögu í frönskumælandi löndum.
 • helsta grunnvelli fransks samfélags: til dæmis sögu, matarmenningu, bókmenntum og kvikmyndum.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:  

 • nýta sér endurgjöf.
 • tjá sig um franska samfélagið og franska menningu á sjálfstæðan hátt.
 • leita að upplýsingum á sjálfstæðan hátt.
 • bera saman íslenskt og franskt samfélag og menningu.

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

 • geta með sjálfstæðum hætti tjáð sig um franskt samfélag.
 • tjá skoðanir sínar á efni þeirra; hvort sem er munnlega eða skriflega.
 • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti.
 • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þau við verkefnavinnu.
 • lesa texta, s.s. bókmenntatexta, greinar og skýrslur sem tengjast málefnum samtímans þar sem fram koma ákveðin viðhorf eða skoðanir.

 

 

Áfangakeðjur í tungumálum