ÍSLE3SB05

Íslenska - Bókmenntasaga

Áfangalýsing:

Í þessum áfanga er viðfangsefnið bókmenntasaga, bókmenntastefnur og bókmenntir allt frá því um 1200 og til okkar daga. Haldið verður áfram að þjálfa nemendur í heimildavinnu, ritgerðasmíð og fjölbreyttri verkefnavinnu.

Forkröfur: ÍSLE2BR05 og ÍSLE2MG05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • ritgerðarsmíð
  • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
  • öllum helstu bókmenntahugtökum, mismunandi tegundum bókmennta og tímabilum í íslenskum bókmenntum síðari alda

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa sér til gagns og gamans bókmenntatexta fyrri og síðari tíma

  • skrifa ritgerðir þar sem hann beitir gagnrýnni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli

  • ganga frá texta og að nýta sér uppbyggilega gagnrýni

  • skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli

  • nýta sköpunargáfu og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna

  • flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður
  • tjá rökstudda afstöðu og taka virkan þátt í málefnalegri umræðu
  • draga saman aðalatriði
  • átta sig á samfélagslegri skírskotun og dýpri merkingu texta sýna
  • frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum
  • beita gagnrýnni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta og geta miðlað því á skýran hátt til samnemenda sinna.

  

Áfangakeðja í íslensku