KVMG1IK05

Inngangur að kvikmyndagerð

Áfangalýsing:

Markmið áfangans er að kenna nemendum grunnatriði í kvikmyndagerð og efla skilning á gildi kvikmynda í samfélaginu. Nemendur kynnast grundvallar atriðum í öllum helstu faggreinum innan kvikmyndagerðar með áherslu á handritagerð, helstu þáttum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis og eftirvinnslu þeirra. Námið er að bæði verklegt og bóklegt en nemendur vinna oft saman í teymisvinnu, skipta með sér verkum og gera myndbönd. Að loknum áfanganum skulu nemendur hafa þekkingu á:

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • ólíkum faggreinum innan kvikmyndagerðar.          
 • gildi handrita og hugmyndavinnu.          
 • grundvallar atriðum tækninnar.          
 • grundvallar atriðum mynd- og hljóðmáls.          
 • sögulegum ágripum kvikmyndanna.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • skrifa drög að einfaldri kvikmyndahugmynd.
 • meðhöndla grunntæki kvikmyndagerðar.          
 • nota klippiforrit.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • skipuleggja verkferil fyrir stutt myndband.          
 • vinna í teymi og tileinka sér markviss vinnubrögð.          
 • undirbúa og framkvæma sýningu.