LÍFF3EF05

Erfðafræði

Áfangalýsing:

Í áfanganum, sem er valáfangi í erfðafræði fyrir náttúruvísindabraut, er gerð grein fyrir sögu erfðafræðinnar ásamt grunnþáttum frumu-, sameinda- og stofnerfðafræði. Fjallað verður um Mendelskar og fjölgena erfðir og aðferðir við rannsókn erfðasjúkdóma. Leitast verður við að kynna nýjustu niðurstöður slíkra rannsókna ásamt aðferðafræði og nýtingu erfða- og líftækni.

 

Forkröfur: LÍFF2LE05

  

Markmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á: 

  • sögu og þróun erfðafræðinnar, tæknilega og siðferðilega.
  • kenningum Mendels og grunnatriðum erfðafræðinnar t.d. með erfðum mismunandi eingena einkenna í fjölskyldum.
  • ferli frumuskiptinga, bæði mítósu og meiósu.
  • byggingu og starfsemi erfðaefnis (DNA, RNA, gen og litningar).
  • helstu gerðum stökkbreytinga sem verða í erfðaefninu.
  • grundvallaratriðum í erfðatækni og líftækni.
  • erfðaefni örvera ásamt mismunandi næringarþáttum þeirra og lífsferlum.
  • eðli og virkni príona.
  • tengslagreiningu og fylgnigreiningu við leit að meingenum og erfðafræðilegri orsök sjúkdóma.
  • fjölbreytileika lífvera og þróun.

Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:  

  • beita grunnhugtökum erfðafræðinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi.
  • rekja einfaldar og flóknar erfðir í fjölskyldum.
  • tengja saman basaröð í DNA við basaröð í RNA og RNA röð við amínósýruröð próteina.
  • gera greinarmun á helstu aðferðum við meingenaleit.
  • lesa erfðafræðilegar upplýsingar úr máli og myndum frá mismunandi heimildum.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

  • taka þátt í umræðu um erfðafræðileg málefni daglegs lífs á ábyrgan og sjálfstæðan hátt.
  • geta tekið rökstudda og gagnrýna afstöðu til erfðarannsókna, erfðatækni, líftækni og annarra erfðafræðilegra málefna.
  • finna þekkingu um erfðafræði í ritrýndum heimildum og tengja hana við samfélagslega þætti og umhverfismál.
  • geta tekið þátt í umræðu á siðferðislegum álitamálum varðandi söfnun og notkun erfðaefnisupplýsinga.
  • geta afla sér enn víðtækari þekkingar á sviði erfðafræðinnar. 

 

Áfangakeðja í raungreinum