Margmiðlun

 

Áfangalýsing:

Í áfanganum geta nemendur valið að vinna með þann miðil (vídeó, hljóð, stafrænar ljósmyndir, verk fyrir vef) sem þeir helst kjósa að kynnast betur. Ætlast er til að nemendur séu á þessu stigi tilbúnir til að móta sín verkefni sjálfir en fái leiðbeiningar kennara varðandi tæknileg atriði eftir þörfum til að ná fram þeirri tilfinningu eða sýn sem nemendur leita eftir. Mikilvægt er að nemandi velji sér viðfangsefni út frá áhugasviði sínu en með áherslu á listræna framsetningu. Markmiðið er að nemendur dýpki skilning sinn og reynslu á þeim miðli sem þeir velja s.s. ljósmyndun, stafrænni ljósmyndun eða myndbandi og geti nýtt sér þessa þekkingu við framsetningu verka og eigin kynningu. Það er mikilvægt að nemandi leggi fram handrit áður en hafist er handa við gerð myndbands. Í myndbandsferlinu kynnast nemendur tímatengdum þáttum eins og klippiforritum og hljóðvinnslu. Í tölvuhluta áfangans fá nemendur tækifæri til að vinna sjálfstætt út frá áhugasviði sínu. Nemendur geta einnig dýpkað skilning sinn á vefsíðugerð þar sem vefumsjónarkerfið Wordpress er skoðað með það að markmiði að nemendur hanni sinn eigin vef. 

 

Forkröfur: UPPT1UV05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • undirbúningi að sjálfstæðum verkefnum hvort sem um er að ræða ljósmyndaseríu, myndband, gerð bæklings eða vefsíðu.
  • mismunandi áherslur í hönnun fyrir vef eða prentmiðil.
  • vefsíðu og hönnunarforritum.
  • mismunandi gerðum hreyfimynda.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna sjálfstætt í þann miðil sem hann velur sér (ljósmyndun eða tölvu).
  • að ganga frá myndum, bæði stafrænum og útprentuðum til kynningar.
  • velja viðeigandi forrit til að setja fram og vinna verkefni sín.
  • vinna með mynd og texta í hönnunarforriti.

Áfangakeðjur í lista- og nýsköpunargreinum