Vatnaveröld

Áfangalýsing:

Áfanginn er valáfangi fyrir alla nemendur sem hafa áhuga á að kynnast vatni í öllum sínum jarðlegu myndum til hugmynda um vatn í geimnum. Við lifum í vatnaveröld sem breytist stöðugt. Þekking og skilningur á eðlis-, efna- og líffræðilegu mikilvægi vatns og mismunandi aðgengi að því, er nauðsynlegur til að stuðla að sjálfbærni við nýtingu vatns á jörðinni. Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbærni vatns, verða lögð til grundavallar

Nemendur taka þátt í öflun þekkingar um vatn, m.a. í efnaferlum, mótun búsvæða og í lífverum. Þeir  móta viðfangsefni kennslustundanna sem byggja á fræðsluþáttum um vatnið, umræðu og samantekt ályktana um efnið. Námið er leiðsagnarnám með áherslu á jafningjafræðslu. Nemendur munu halda rafræna dagbók um framvindu námsins og gera eigið myndaband sem lokaverkefni þar sem þeirra sýn á stöðu vatnamála verður birt. Stór hluti námsefnisins er á ensku í formi myndbanda, vefsíða og vísindagreina.

 

Forkröfur: NÁTV1IN05

 

Markmið:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á: 

 • heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem tengjast vatni.
 • mikilvægi vatns fyrir lífið.
 • dæmi um vatn í vistkerfum jarðar.
 • áhrif vatns á liffræðilegan fjölbreytileika.
 • uppruni og breytingar á vatni á jörðinni (hringrás vatns á jörðinni).
 • kenningum um vatn í sólkerfinu og alheiminum.
 • efna- og eðlisfræði vatns.
 • vatni sem félagslegs þáttar (samskipti, trú, hindurvitni og fl.)

Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:  

 • finna og velja hagnýtar upplýsingaveitur um vatn og sjálfbæra nýtingu þess.
 • greina lykilþætti lífs með vatni.
 • þekkja meginhlutverk hlutverk vatns í stórum vistkerfum.
 • tengja aðgengi að hreinu vatni sem einn mikilvægasta þáttinn í að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
 • tengja saman upplýsingar um vatn í sólkerfinu og möguleika á lífi.
 • nota grunnhugtök um efna- og eðlisfræði vatns á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi.
 • lesa upplýsingar úr texta, máli og myndum frá mismunandi heimildum um vatn og mikilvægi þess.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

 • greina og útskýra markmið Sameinuðu Þjóðanna um nýtingu vatns og verndun þess.
 • geta tekið rökstudda og gagnrýna afstöðu til nýtingar og verndunar á vatni.
 • geta afla sér enn víðtækari þekkingar á vatnsbúskapar lífvera og vistkerfa þeirra.
 • finna þekkingu um vatn í ritrýndum heimildum eða heimildarþáttum og tengja hana við samfélagslega þætti og umhverfismál.
 • gera samantekt í máli og myndum um vatnið á sem fjölbreyttastan máta samkvæmt þekkingarmarkmiðunum.
 • geta tekið þátt í umræðu varðandi stöðu vatnamála á jörðinni.