SAGA2FR05

Saga frá upphafi til 19. aldar

Áfangalýsing:

Farið verður í valda þætti vestrænnar menningar frá fornöld til upphafs 19. aldar. Áhersla er lögð á fimm meginþætti: sögu Grikkja og Rómverja, miðaldir, uppgang og áhrif kristninnar og islam, siðaskiptin og landafundina, upphaf nútímaþjóðfélags með áherslu á upplýsinguna. Íslandssögunni verður blandað inn í fyrrgreinda þætti og áhersla lögð á að nemendur átti sig á samhengi milli hennar og Evrópusögunnar.

Samhliða umfjölluninni verður lögð áhersla á að nemendur átti sig á samhengi og samfellu í sögunni og leggi mat á viðfangsefnið. Nemendur vinna verkefni, bæði einstaklingsverkefni og hópverkefni, sem þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Jafnframt verður áhersla lögð á heimildaleit, mismunandi heimildir og heimildarýni.

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:

 Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • völdum þáttum úr sögu mannkyns frá upphafi til nýaldar.
 • algengum hugtökum sem höfð eru um fyrirbæri sögunnar.
 • að sjálfsmynd einstaklinga og hópa mótast af sögunni.
 • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar.
 • tegundum heimilda og helstu vinnubrögðum við heimildaleit og heimildanotkun.
 • tengslum fortíðar og nútíðar.

 Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lesa einfalda sagnfræðilega texta á íslensku.
 • tengja samtíðaratburði við það sem áður hefur gerst.
 • nota a.m.k. tvær gerðir heimilda við verkefnavinnu.
 • taka saman skriflega stutta umfjöllun um afmarkað sögulegt efni og kynna fyrir jafningjum.

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað til að:

 • setja sjálfan sig í samhengi sögunnar sem þátttakandi og skoðandi.
 • geta sett sig í spor fólks á ýmsum tímum.
 • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðilega efni sem tekin eru fyrir í áfanganum.

  

Áfangakeðja í sögu