STÆR2LT05

Stærðfræði - Tölfræði, talningar og líkindi

Áfangalýsing

Meginviðfangsefni áfangans skiptist í fjóra þætti sem eru lýsandi tölfræði, talningar og líkindafræði, líkindadreifingar og fylgni.

 

Forkröfur: STÆR2GS05

 

Markmið

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:  

 • hugtökum úr lýsandi tölfræðinni, svo sem þýði og úrtak, megindleg og eigindleg gögn, breytuhugtakinu, frumbreyta og afleidd breyta, samfelld breyta og strjál breyta (heilar tölur).
 • hugtökum sem notuð eru við flokkun og lýsingu á gögnum, eins og miðpunkt fyrir flokkaða tíðnidreifingu, tíðni, hlutfallstíðni, safnhlutfallstíðni.
 • mismunandi tegundum myndrita, svo sem súlurit, stöplarit, skífurit, línurit, tímalínurit, tíðnilínurit, safntíðnirit, kassarit og punktarit.
 • skilgreiningu á miðsækni og dreifingu sem eru einkennistölur gagnasafns,
 • hugtökunum meðaltal, vegið meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi
 • hugtökunum dreifitala (spönn), meðalfrávik, staðalfrávik og hlutfallslegt frávik.
 • þremur reglum talningafræðinnar, þ.e. margföldunarreglan, uppstokkun (umröðun) og samantekt.
 • hugtökum sem koma fyrir í líkindafræðinni, svo sem tilraun, útkoma, atburður, frumatburður, úrtaksrúm og fyllimengi.
 • líkindahugtakinu ásamt þeim reglum sem gilda í líkindafræðinni, eins og fyrir samrýmanlega og ósamrýmanlega atburði, háða og óháða atburði og fyrir skilyrt líkindi.
 • tveimur tegundum af líkindadreifingu, þ.e. tvíkostadreifingunni og normaldreifingunni.
 • fylgnihugtakinu og fylgnistuðlum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:  

 • nota Excel til að búa til tíðnitöflu með því að flokka töluleg gagnasöfn (tölfræðileg gögn).
 • nota reikniforrit í Excel til að reikna út safntíðni, hlutfallstíðni, safnhlutfallstíðni, meðaltal, vegið meðaltal, miðgildi, dreifitölu, meðalfrávik og staðalfrávik.
 • nota forrit til að leysa ýmis reikningsleg viðfangsefni.
 • búa til mismunandi gerðir af myndritum fyrir gagnasöfn.
 • geta leyst talningafræðileg verkefni með talningareglunum þremur.
 • reikna út líkindi á gefnum atburði í einföldu líkindarúmi.
 • reikna líkindi óháðra og háðra atburða, samatburða og sniðatburða og skilyrt atburða.
 • geta notað aðferð tvíkosta- og normaldreifingarinnar til að leysa líkindadreifingaverkefni með og án forrita í Excel.
 • reikna út fylgni milli tveggja breyta með og án reikniforrits í Excel.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

 • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau.
 • geta hagnýtt sér stærðfræðilega þekkingu til að velja þær reikniaðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim rétt.
 • dregið ályktanir (túlkað) tölfræðilegar niðurstöður, m.a. að geta túlkað fylgnistuðla.
 • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu tölfræðilegra viðfangsefna og gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausnum verkefna.
 • skrá niður lausnir sínar skipulega og útskýra þær skilmerkilega fyrir öðrum.
 • geta meðtekið og túlkað útskýringar og röksemdir annarra í mæltu máli og í texta og geta skipst á skoðunum við aðra um lausnaraðferðir.
 • geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði stærðfræði á viðkomandi þrepi í fjölmiðlum.
 • leysa stærðfræðileg viðfangsefni í öðrum námsgreinum og í daglegu lífi með því að beita gagnrýninni og skapandi hugsun.

 

 Áfangakeðja í stærðfræði