STÆR3HE05

Stærðfræði - heildun

Áfangalýsing

Í áfanganum er unnið með stofnföll falla, óákveðið og ákveðið heildi og heildunaraðferðir. Deildajöfnur af fyrsta stigi eru skoðaðar, lausnir þeirra og hagnýting.

 

Forkröfur: STÆR3DF05 

 

Markmið

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:  

  • tengslum deildunar og heildunar.
  • stofnföllum og óákveðnu heildi.
  • ákveðnu heildi og flatarmáli undir ferli falls.
  • tölulegri nálgun heildis.
  • andhverfum hornafalla og afleiðum þeirra.
  • hlutheildun, heildun með innsetningu og heildun ræðra falla.
  • rúmmáli snúða þegar flatarmáli er snúið um ása hnitakerfisins.
  • deildajöfnum af fyrsta stigi og hagnýtingu þeirra.

Nemandi skal hafa öðlast leikni i að:  

  • finna stofnföll og flatarmál með heildun.
  • beita tölulegri nálgun á heildi.
  • túlka ákveðin heildi sem flatarmál eða summu flatarmála.
  • nota diffurreglur fyrir andhverf hornaföll.
  • heilda með aðferðum eins og innsetningu, hlutheildun og liðun í stofnbrot og velja heildunaraðferð við hæfi.
  • ginna rúmmál snúða með heildun.
  • leysa fyrsta stigs deildarjöfnur.
  • nota fyrsta stigs deildajöfnur til að leysa hagnýt dæmi.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
  • beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna og rökstutt aðferðir sínar.
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndar sínar og verk. skilmerkilega á mæltu máli og myndrænt.
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna og valið aðferð við hæfi.
  • fylgja röksemdarfærslu í mæltu máli og texta og rakið sannanir í námsefninu.

 

 

 Áfangakeðja í stærðfræði