UMÁT3UN05

Umhverfis- og átthagafræði

 

Áfangalýsing:

Áfanginn er hluti af almennum kjarna á stúdentsprófsbrautum. Í áfanganum er fjallað um umhverfismál og áhrif einstaklinga og samfélag á sjálfbæra þróun. Nemendur kynnast helstu umhverfisvandamálum og því hvað móti tengsl manns og náttúru. Nærumhverfið skoðað út frá landfræðilegum staðháttum og náttúrufari. Áherslan í áfanganum er á tengsl og samspil einstaklingsins og nærumhverfisins annars vegar og samspil hins íslenska samfélags og alþjóðasamfélagsins hins vegar. Ekkert lokapróf er í áfanganum heldur er ætlast til að nemendur vinni að verkefnum jafn og þétt í gegnum önnina.

 

Forkröfur: FÉLV1IF05 og NÁTV1IN05

 

Markmið:

 Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á: 

  • helstu umhverfismálum sem eru í brennidepli á hverjum tíma.
  • fjölbreyttum leiðum einstaklingsins til vistvænni lifnaðarhátta.
  • áhrifum mannsins á umhverfi sitt, orsökum og afleiðingum og ábyrgð einstaklingsins.
  • sögu svæðisins í ljósi samspils manns og umhverfis.
  • ólíkum atvinnuháttum í gegnum aldirnar og áhrifum þeirra á byggðaþróun og nýtingu náttúruauðlinda.
  • tengslum og samspili fortíðar og nútíðar.
  • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar.
  • vinnu með fjölbreyttar heimildir og komi vinnu sinni á framfæri á fjölbreyttan hátt.

 Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • greina hagsmuni varðandi ágreining í umhverfismálum.
  • að afla sér upplýsinga um umhverfismál í nærumhverfi og heimfæra á aðstæður í víðara samhengi.
  • nýta fjölbreyttar heimildir til að tileinka sér náttúru og sögu svæðisins.

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: 

  • mynda sér skoðanir í umhverfismálum og geti rökstutt þær.
  • geta útskýrt áhrif mannlegrar breytni á nærumhverfið.
  • beita gagnrýnni hugsun og greina orsakasamhengi atburða.
  • setja sjálfan sig í samhengi sögunnar sem þátttakandi og skoðandi.