UPPT1UV05

Upplýsingatækni og vefsíðugerð

Áfangalýsing:

Í áfanganum þjálfast nemendur í notkun töflureiknis og hugbúnaðar til ritvinnslu, glærugerðar og tölvupóstssamskipta. Þá verður farið í leit á Netinu og hvernig meta á gögn sem leitað er eftir. Einnig kynnast nemendur einfaldri vefsíðugerð. 

 

Forkröfur: Engar

 

Markmið:

 Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:  

  • notkun töflureiknis og hugbúnaðar til ritvinnslu.
  • glærugerð og tölvupóstssamskiptum.
  • leit á Netinu og hvernig meta á gögn sem leitað er eftir.
  • einfaldri vefsíðugerð.

 Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:  

  • vinna í þeim hugbúnaði sem kennt er á.
  • fylgja fyrirmælum við vinnslu verkefna í viðkomandi hugbúnaði.
  • setja upp og ljúka verkefnum samkvæmt fyrirmælum.
  • vista skjöl sem hann vinnur með á viðeigandi stað.
  • leita að gögnum og meta gæði þeirra.
  • útbúa einfaldar vefsíður með texta og myndum.

 Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:  

  • nota þann hugbúnað sem kennt er á á sjálfstæðan hátt.
  • nýta hugbúnaðinn við aðrar aðstæður, í skóla og starfi.
  • finna upplýsingar og gögn sem nýtast honum í námi og starfi.
  • búa til einfaldar vefsíður.