Brautskráningarathöfn vorið 2019

27 maí 2019

Brautskráningarathöfn vorið 2019

1 af 41

Laugardaginn 25. maí voru 40 nemendur brautskráðir og tveir skiptinemar kvaddir, við brautskráningarathöfn í Ísafjarðarkirkju. Þrír nemendur luku A-réttindum vélstjórnar, 2 nemendur luku skipstjórnarréttindum A og tveir skipstjórnarréttindum B. Fjórir nemendur voru brautskráðir með framhaldsskólapróf af lista- og nýsköpunarbraut, þrír af sjúkraliðabraut, einn af starfsbraut og 26 stúdentar. Ellefu nemendur luku stúdentsprófi af félagsvísindabraut, einn af náttúrufræðabraut, átta af náttúruvísindabraut, fimm af opinni stúdentsbraut og einn lauk stúdentspróf af fagbraut. Að vanda sáu útskriftarnemar um tónslistarflutning á athöfninni. Þeir Gunnar Smári Rögnvaldsson, Pétur Ernir Svavarsson og Tryggvi Fjölinsson léku á blásturshljóðfæri ásamt kennara sínum Madis Maëkalle og Pétur Ernir söng einsöng við undirleik Halldórs Smárasonar sem fagnaði 10 ára stúdentsafmæli. Fulltrúar 10, 25, 30 og 40 ára afmælisárganga fluttu ávörp skemmtlegan og hátíðlegan svip á athöfnina. Við athöfnina voru fjölmargar viðurkenningar veittar fyrir góðan námsárangur. Hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi og þar með titilinn dúx scholae hlaut Pétur Ernir Svavarsson. Hann lauk námi af náttúruvísindabraut með meðaleinkunn 9,69 sem er hæsta meðaleinkunn á stúdentsprófi sem gefin hefur verið við skólann. Semi dúx var Ína Guðrún Gísladóttir en hún lauk prófi af náttúruvísindabraut með einkunnina 9,06. Eins og venja er þá flutti dúxinn ávarp og kom flestum viðstöddum á óvart með skemmtilegu tónlistaratriði með þátttöku fjölmagra tónlistarmanna og útskriftarnema. Við óskum öllum útskriftarnemum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.

Til baka