Danskir málmiðnnemar í heimsókn

16 nóv 2018

Danskir málmiðnnemar í heimsókn

Síðustu þrjár vikur hafa dvalið hér fjórir málmiðnnemar frá EUC Lillebælt sem er stór verknámsskóli í Fredericia í Danmörku. Nemarnir fjórir, Dennis, Lasse, Morgen og Morgen Vigen, voru fyrstu tvo dagana hér í skólanum en héldu síðan til vinnu í fjórum ísfirskum málmiðnfyrirtækjum. Fyrirtækin fjögur voru Bílasmiðja SGB, Skaginn 3x, Vélsmiðja ÞM og Vélsmiðjan Þristur. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir að taka á móti dönsku nemunum.

Samstarfið við EUC Lillebælt hefur staðið yfir frá árinu 2011 og hefur verið farsælt. Frá upphafi hefur Tryggvi Sigtryggsson, fyrrum málmiðnkennari skólans, haft umsjón með verkefninu. Á vorönn munu nemendur MÍ fara til sambærilegrar dvalar í Danmörku. Er verkefnið gott dæmi um vel heppnað samstarf milli skóla, fyrirtækja og landa sem stækkar svo um munar sjóndeildarhring þeirra sem að koma.

Til baka