Endurskoðað skóladagatal að loknu verkfalli

8 apr 2014

Endurskoðað skóladagatal að loknu verkfalli

Skóladagatal vorannar 2014 hefur verið endurskoðað til að bæta nemendum upp kennsludaga sem féllu niður í verkfallinu í mars. Endurskoðað skóladagatal má sjá með því að smella hér. 
Þetta felur í sér að kennt verður þriðjudaginn 22. apríl, fimmtudaginn 24. apríl (sumardaginn fyrsta) og dagana 12. til 14. maí. Einnig bætist einn námsmatsdagur við þann 22. maí. Útskrfit verður laugardaginn 24. maí eins og gert hafði verið ráð fyrir.  Nánari upplýsingar um skipulag prófadaga (próftafla) verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

Það er mikil vinna fyrir höndum hjá nemendum og kennurum næstu vikurnar og mikilvægt er að nemendur mæti vel í kennslustundir og sinni náminu af kappi það sem eftir lifir annar. 

Til baka