Fyrirkomulag vikuna 20. - 23. október

19 okt 2020

Fyrirkomulag vikuna 20. - 23. október

Nú er ljóst að búið er að framlengja sóttvarnaraðgerðir hvað varðar skólahald til 10. nóvember.

Það þýðir að fyrirkomulag varðandi kennslu í MÍ verður áfram eins og það var vikuna fyrir haustfrí.

Eina breytingin er sú að í stað 1m reglu gildir nú 2m regla um land allt. Áfram verður grímuskylda fyrir alla sem koma í skólahúsnæðið.

Allar upplýsingar um fyrirkomulag kennslu hafa verið sendar út til nemenda með tölvupósti og er að finna HÉR.

 

HÉR er nýja reglugerðin sem gildir frá og með 20. október til 10. nóvember. 

Til baka