Gleðilegt sumar

24 apr 2024

Gleðilegt sumar

Framundan er löng helgi með sumardeginum fyrsta á morgun og námsmatsdegi án nemenda á föstudaginn. Við í Menntaskólanum á Ísafirði þökkum nemendum og forráðamönnum fyrir gott samstarf í vetur og óskum öllum gleðilegs sumars.

Nú er stutt eftir af önninni. Nemendur eru beðnir um að huga vel að náminu þessar síðustu vikur annarinnar. Mikilvægt er að mæta vel, skila verkefnum og undirbúa próf eins vel og mögulegt er. Við minnum á þjónustu Ernu Sigrúnar námsráðgjafa ef þið þurfið aðstoð við námið eða skipulagningu þess. Hægt er að panta tíma hjá námsráðgjafa hér.

Næstu tvær vikur eru í styttri kantinum. Á þriðjudaginn, 30. apríl, er dimmision en þá fagna útskriftarefni ársins fyrirhuguðum námslokum. Búast má við einhverri truflun á kennslu milli kl. 9-11. Um kvöldið er lokaball NMÍ í Edinborgarhúsinu. Miðvikudaginn 1. maí er baráttudagur verkalýðsins og enginn skóli. Í þarnæstu viku er uppstigningardagur fimmtudaginn 9. maí og enginn skóli. Námsmatsdagar hefjast síðan 10. maí.

Til baka