Hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna Covid 19

21 sep 2020

Hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna Covid 19

Í ljósi hertra aðgerða í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu er vert að taka fram að við í MÍ byrjum þessa viku á sömu nótum og við höfum verið síðustu vikur.
 
Við vitum að vegna Covid geta hlutirnir breyst hratt og við erum viðbúin að gera breytingar ef á þarf að halda.
 
Munum að huga vel að okkar persónubundnu sóttvörnum, nauðsynlegt er að spritta sig þegar komið er inn í nýtt rými, maska þarf að nota ef ekki er hægt að virða 1 m fjarlægðarmörk og engar hópamyndanir eru leyfðar.
 
Verum heima ef við erum með einhver flensulík einkenni, öll veikindi þarf að tilkynna á netfangið misa@misa.is eða í gegnum www.inna.is
 
Nú þurfum við öll að standa saman og virða þær reglur sem eru í gildi í skólanum.
Markmiðið okkar er sameiginlegt, að halda skólanum opnum.

Til baka