8 maí 2025
Í MÍ er sú ánægjulega hefð við lýði að útskriftarnemar bjóða starfsfólki til kaffisamsætis undir lok síðustu annarinnar í skólanum. Boðið fer yfirleitt fram daginn fyrir dimmission og mæta nemendur og starfsfólk þá gjarnan prúðbúnir. Nemendur bjóða upp á kræsingar á kaffistofu starfsfóks og eiga nemendur og starfsfólk saman notalega stund.
Engin undantekning var frá þessari skemmtilegu hefð í ár eins og meðfylgjandi myndir sýna. Kaffisamsætið var á sínum stað í morgun og fara útskriftarefni nú að búa sig undir dimmission í fyrramálið.
Við þökkum kærlega fyrir okkur.