Lokaverkefnisáfangi er hluti af námi allra nemenda á stúdentsprófsbrautt. Nemendur velja sér verkefni í samráði við kennara áfangans og oft veita einnig aðrir kennarar við skólann handleiðslu.
Vinnan við lokaverkefnið reynir á sjálfstæð vinnubrögð, virkni, frumkvæði og skipulagshæfileika. Er þessum áfanga ætlað að skerpa á undirbúning nemenda fyrir háskólanám, s.s. hvað varðar leikni og hæfni til að afla gagna, leggja mat á og vinna úr gögnum en einnig að deila niðurstöðunum og svara spurningum um verkefnið.
Verkefnum má ljúka á ýmsan hátt, s.s. með heimildaritgerð eða rannsóknarskýrslu, gerð vefsíðu, heimildamyndar eða annars konar hugverks.
Afrakstur lokaverkefna dagkólanema sem sátu lokaverkefnisáfangann á vorönn var kynntur á opnu málþingi í dag. Verkefnin voru fjölbreytt og áhugaverð eins og eftirfarandi yfirlit gefur til kynna:
- Að tala tungumála reiprennandi – aðferðir og skilgreining
- Alzheimers sjúkdómur
- Dýr sem hafa farið út í geim
- Folkið á Horni – fjölskyldusaga
- Handrit að sjónvarpsþætti – fyrirmyndir og sköpun
- Hálftónaaðferð í myndlist
- Heimavistarlíf – að flytja að heiman
- Hin íslenska tunga – móðurmálið og sjálfsmyndin
- Hvernig tengist sjálfsmynd Chicago-búa íþróttum?
- Illska og siðblinda – raðmorðingjar í kvikmyndum
- Íþróttir í leikskóla - leiðbeiningar
- Notkun fæðubótarefna í íþróttum
- Ofbeldishegðun barna
- Pása eða ekki pása eftir framhaldsskóla?
- Raðmorðingjar – hver er ástæðan?
- Samskipti án orða – með tengingu við taugasálfræði og líffræði
- Stéttarskipting innan heilbriðgisstofnana
- Sögusigling um Ísafjarðardjúp – hönnun og skipulag
- Uppruni og saga trommusettsins
Við óskum nemendum í lokaverkefnisáfanganum til hamingju með vel heppnaðar kynningar og áhugaverð verkefni.