Lotumat 2

7 nóv 2019

Lotumat 2

Seinna lotumat haustannar 2019 er nú aðgengilegt á upplýsingavef framhaldsskóla, INNU, www.inna.is

Nemendur Menntaskólans á Ísafirði fá lotumat tvisvar á önn. Með matinu vill skólinn upplýsa bæði nemendur og foreldra/forráðamenn um stöðu og gengi nemenda í einstökum fögum. Lotumatið felst í því að kennari nemenda í hverri grein metur stöðu nemenda sinna. Eru nemendur metnir á grundvelli þess hversu vel þeir hafa sinnt náminu sem og ástundun og mætingu. Í matinu felast þannig ábendingar til nemenda og foreldra/forráðamanna um hvað vel er unnið og hvar nauðsynlegt er að gera betur.

 Lotumatinu er skipt í fjórar einkunnir sem gefnar eru í bókstöfum. Námsmatið er samræmt og eru gefnar einkunnir fyrir árangur í hverri grein:

 

Einkunn

Mat

A

Ágætt

Nám í afar góðum farvegi, nemandi hefur staðið sig vel bæði í verkefnum og á prófum.
G

Gott

Nám í góðum farvegi, nemandi hefur  staðið sig þokkalega bæði í verkefnum og á prófum.
S

Sæmilegt

Nemandi þarf að bæta námsvinnu.
O

Óviðunandi

Námsvinnu verulega ábótavant og stefnir í óefni.

 

Umsjónarkennarar nýnema ræða við alla sína umsjónarnemendur eftir lotumatið. Nemendur sem koma ekki vel út úr matinu eru kallaðir í viðtal við náms- og starfsráðgjafa.

Til baka