Nemendur frá Danmörku í heimsókn

14 maí 2025

Nemendur frá Danmörku í heimsókn

Undanfarna viku hefur hópur stálsmíðanema frá samstarfsskóla MÍ í Danmörku, EUC Lillebælt i Fredericia, dvalið á Ísafirði ásamt kennurum sínum.

Nemarnir hafa stundað nám í MÍ auk þess að taka þátt í ýmsum verkefnum og verklegum æfingum. Heimsóknin er hluti af samstarfverkefni milli skólanna tveggja og er markmiðið að efla faglega færni og menningarsamskipti nemenda. Auk þess að stunda hér nám hafa nemarnir einnig fengið tækfæri til að skoða sig um í nágrenninu og heimsótt áfangastaði eins og Dynjanda.

Í morgun var svo komin kveðjustund og er hópurinn nú á leið heim. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendurna ásamt Mads Damman kennara sínum og Alexíus stálsmíðakennara MÍ.

Hlökkum til að taka á móti næsta nemendahópi frá EUC.

Til baka