Nýr aðstoðarskólameistari

1 ágú 2023

Nýr aðstoðarskólameistari

 

Í dag, 1. ágúst, hóf Dóróthea Margrét Einarsdóttir störf sem aðstoðarskólameistari. Hún tekur við starfinu af Hildi Halldórsdóttur sem snýr nú aftur að líffræðikennslu við skólann.

Dóróthea Margrét útskrifaðist sem stúdent frá MÍ árið 2005. Hún er með BS- og MS-próf í efnafræði og diplómunám í kennslufræði og stærðfræðimenntun. Dóróthea Margrét hefur starfað við kennslu raungreina og stærðfræði við skólann frá árinu 2010. Samhliða kennslustörfum hefur hún sinnt ýmsum öðrum störfum innan skólans s.s. verkefnastjórn, sviðsstjórn raungreina, setu í sjálfsmatsnefnd, tæknihóp, gæðaráði, jafnréttisnefnd, launagreiningarteymi, starfshóp um innri úttektir og fleira.

Við bjóðum Dórótheu Margréti hjartanlega velkomna til starfa sem aðstoðarskólameistari og hlökkum til samstarfsins. 

Til baka