Síðustu kennsludagar og námsmatsdagar

4 des 2020

Síðustu kennsludagar og námsmatsdagar

Kæru nemendur,

þá fer þessari undarlegu önn alveg að ljúka. Nú eru bara tveir kennsludagar eftir af önninni og þá taka við sex námsmatsdagar.

Þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel að halda þetta út. Við gerum okkur grein fyrir að mörgum hefur reynst þetta erfitt og þetta hafa verið krefjandi aðstæður fyrir alla. Tilkoma bóluefnis gefur okkur tilefni til bjartsýni og vonandi getum við öll mætt í skólann í upphafi vorannar.

Hér fyrir neðan fylgja upplýsingar um síðustu kennslu- og námsmatsdaga, útskrift og upphaf vorannar.

Gangi ykkur öllum vel á lokasprettinum.

Smellið hér til að sjá fréttabréfið sem sent var til allra nemenda. 

 

 

NÝNEMAR Í BÓKNÁMI:

Síðustu vinnustofur nýnema verða þriðjudaginn 8. desember og verða þær með sama fyrirkomulagi og undanfarnar tvær vikur.

 

NEMENDUR Í BÓKNÁMI:

Bóknám verður í fjarkennslu á Teams en kennarar hafa látið nemendur vita ef einhverjir tímar verða í skólahúsnæðinu mánudag og/eða þriðjudag. 

 

NEMENDUR Í VERKNÁMI:

Verknámskennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

 

NEMENDUR Á STARFSBRAUT:

Starfsbrautarkennsla verður áfram samkvæmt stundatöflu í skólahúsnæðinu.

Til baka