Sólrisuhátíð

1 mar 2013

Sólrisuhátíð

Sólrisuhátíðin 2013 verður sett í dag og hefst setningarathöfnin á skrúðgöngu frá skólanum kl. 12.30. Gengið verður í Edinborgarhúsið en þar verða skemmtiatriði í boði og einnig kökur og djús eins og hefð er fyrir. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt og fyrsta stóra atriðið er auðvitað frumsýning leikritsins Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson, í leikstjórn Halldóru Rósu Björnsdóttur. Góða skemmtun!

Til baka