Söngkeppni framhaldsskólanna 2008

14 apr 2008

Söngkeppni framhaldsskólanna 2008

Nemendur MÍ fjölmenntu til Akureyrar um helgina til að fylgjast með Söngkeppninni og styðja við bakið á Helgu Margréti sem tók þátt fyrir hönd skólans. Helga Margrét og bakraddirnar stóðu sig mjög vel en alls tóku 32 skólar þátt í keppninni og stóð flytjandi Verslunarskólans uppi sem sigurvegari í lok kvöldsins. Það fór þó ekkert á milli mála að MÍ var með öflugasta stuðningsliðið í salnum sem var skrautlegt og lét vel í sér heyra. Ferðin norður tókst vel og allir skemmtu sér hið besta. Myndir frá keppninni er að finna á myndasíðunni.

Til baka