Styrktarsjóður Gyðu Maríasdóttur - auglýst eftir umsóknum

13 maí 2023

Styrktarsjóður Gyðu Maríasdóttur - auglýst eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Styrktarsjóði Gyðu Maríasdóttur. Styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 1962 af nemendum Húsmæðraskólans Óskar.


Styrkurinn er ætlaður til stuðnings vestfirskum konum sem stunda sérhæft framhaldsnám á sviði lista eða menningar. Umsækjandi þarf að hafa náð átján ára aldri og hafa átt lögheimili á Vestfjörðum í a.m.k. tvö ár.


Umsóknir skulu berast til Heiðrúnar Tryggvadóttur skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, heidrun@misa.is

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2023

Til baka