Útskrift og skólaslit MÍ

26 maí 2007

Útskrift og skólaslit MÍ

Í dag, laugardaginn 26. maí, var Menntaskólanum á Ísafirði slitið í 37. sinn. 40 nemendur voru útskrifaðir; 28 stúdentar, 2 sjúkraliðar, 1 úr rennismíði, 2 af 2. stigi vélstjórnar og 7 úr grunnnámi málmiðngreina.

Hæstu einkunn hlaut Edith Guðmundsdóttir Hansen stúdent af náttúrufræðibraut. Hún hlaut 1. ágætiseinkunn, 9,41. Hlaut hún verðlaun sem Aldarafmælissjóður Ísafjarðarbæjar gefur þeim nemanda sem hlýtur hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi.

Einnig hlaut Edith verðlaun Kanadíska sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í frönsku og ensku, peningaverðlaun, sem Ragnheiður Hákonardóttir, Guðbjartur Ásgeirsson og fjölskylda gefa til minningar um Guðbjart Guðbjartsson, fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum og verðlaun Stærðfræðafélagsins fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði.
Adda Bjarnadóttir hlaut verðlaun Danska sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, verðlaun Landsbanka Íslands fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði og mun fá á verðlaunum Efnafræðifélags Íslands fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði.
Jóhann Frímann Rúnarsson hlaut verðlaun Eddu útgáfu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku og verðlaun sem Ísfirðingafélagið í Reykjavík gefur til minningar um Jón Leós, veitt fyrir félagsstörf, góða ástundun og námsárangur.
Jóna Guðmunda Hreinsdóttir hlaut verðlaun Þýska sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í þýsku og verðlaun Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fyrir framúrskarandi árangur í viðskiptagreinum.
Anna Birta Tryggvadóttir hlaut verðlaun Pennans fyrir framúrskarandi árangur í ensku.
Íris Ósk Sighvatsdóttir hlaut verðlaun skólans fyrir framúrskarandi árangur í frönsku.
Erna Höskuldsdóttir hlaut verðlaun Glitnis fyrir framúrskarandi árangur í félagsgreinum.
Árný Hallfríður Herbertsdóttir hlaut verðlaun Sögufélags Ísfirðinga fyrir framúrskarandi árangur í sögu.
Sólveig Sigríður Guðnadóttir hlaut verðlaun skólans fyrir framúrskarandi árangur í sjúkraliðagreinum.
Verðlaun Félags Járniðnaðarmanna fyrir góðan árangur í grunnnámi málmiðngreina hlaut Þröstur Þórisson.
Verðlaun Orkubús Vestfjarða fyrir frábæran árangur í vélstjórnarnámi hlaut Jón Ingi Jónsson.
Kristinn Gauti Einarsson hlaut verðlaun frá Sjóvá Almennum fyrir félagsstörf.
Guðgeir Arngrímsson hlaut viðurkenning frá skólanum fyrir félagsstörf sem formaður NMÍ s.l. vetur.
Tómas Rúnar Sölvason hlaut viðurkenning frá skólanum fyrir félagsstörf sem gjaldkeri NMÍ s.l. vetur.

Útskriftin fór fram í Ísafjarðarkirkju og fluttu nemendur skólans tónlistaratriði. Anna Birta Tryggvadóttir, Kristinn Gauti Einarsson, Halldór Smárason og Brynjólfur Óli Árnason fluttu portúgalskt sambalag.
Helga Margrét Marzelíusardóttur flutti eigið lag og texta.
Dagný Hermannsdóttir söng við undirleik Beáta Joó.
Hulda Bragadóttir lék undir fjöldasöng.

Edith Guðmundsdóttir Hansen flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.

Þrír afmælisárgangar heimsóttu skólann. Fulltrúar þeirra fluttu ávörp við útskriftina og færðu skólanum gjafir til tækjakaupa.
Fyrir hönd 30 ára afmælisárgangsins talaði Páll Tómasson, þeirra 20 ára Indriði Óskarsson og 10 ára Hilmar Magnússon.

 

ISG

 

Til baka