Vel heppnuð nýnemaferð að baki

23 ágú 2019

Vel heppnuð nýnemaferð að baki

Löng hefð er fyrir því að nýnemar hefji skólagönguna á nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði. 40 nýnemar hófu nám við Menntaskólann á Ísafirði í vikunni og fór stærstur hluti þeirra í ferðina ásamt starfsmönnunum Emil Inga Emilssyni, Halldóri Karli Valssyni, Júlíu Björnsdóttur, Kolbrúnu Fjólu Arnarsdóttur og Stellu Hjaltadóttur.

Ferðin í ár heppnaðist vel í alla staði og veðrið lék við hópinn. Ferðin hófst á gönguferð en gengið var að eyðibýlinu Arnarnesi við utanverðan Dýrafjörð. Ýmislegt fleira var á dagskránni eins og kynnisferð um gamla skólann á Núpi, heimsókn í Skrúð, ratleikur og kvöldvaka þar sem stjórn NMÍ kynnti félagsstarfið í vetur.

Við bjóðum nýnema ársins 2019 velkomna í skólann.

Til baka