Vikan 26. - 30.okt.

24 okt 2020

Vikan 26. - 30.okt.

Kæru nemendur,

takk fyrir góða mætingu á skólafundinn á fimmtudaginn þar sem umræðuefnin voru valið framundan og nám á tímum Covid.

Vikan framundan verður óbreytt frá síðustu viku. Núverandi sóttvarnaraðgerðir um skólahald gilda til 10. nóvember og fram er grímuskylda fyrir alla sem koma í skólahúsnæðið.

Við vekjum athygli á að valtímabil stendur nú yfir en því lýkur miðvikudaginn 28. okt. Þið getið nálgast allar upplýsingar um valið hér. Hægt er að fá aðstoð við valið hjá áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa. Aðstoðin getur verið í gegnum tölvupóst, síma, á skrifstofu eða á Teams, allt eftir hvað hentar ykkur. Hægt er að panta tíma hjá ritara eða með því að smella hér 

Ekki vinna of mikið

Margir nemendur vinna með námi. Mikilvægt er að nemendur fari ekki að vinna meira á meðan þetta Covid-skólaástand stendur. Námið þarf að ganga fyrir og það er jafnmikil mætingaskylda í kennslustundir á Teams eins og kennslu í skólastofu.

Vikulega upplýsingapóstinn til nemenda er að finna hér.

Til baka