Fréttir

30 nóv 2010

Enska 403 - fréttablað

Nemendur í áfanganum ENS 403 hafa sett saman fréttablað um heimabæ sinn Bolungarvík. Í fréttablaðinu sem kallast The Lighthouse eða vitinn, er fjallað um ýmislegt sem Bolungarvík hefur upp á að bjóða. Blaðið er hægt að nálgast með því að smella hér.
22 nóv 2010

Valáfangar á vorönn

Eftirtaldir valáfangar verða í boði á vorönn ef næg þátttaka fæst:
BJM202 - Björgunarmaðurinn, í samstarfi við Slysavarnarskóla Íslands
DNS101- Dans
FJÖ102 - Fjölmiðlafræði, m.a. fyrir þá nemendur sem koma að vinnslu á skólablaði og Sólrisuútvarpi
ÍÞF102 - Íþróttafræði og þjálffræði
KÓR302 - Kór MÍ
Þeir sem vilja taka einhverja af þessum áföngum á vorönn eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá ritara í síðasta lagi 26. nóvember.

12 okt 2010

VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna í heimsókn

Skólinn fékk á dögunum heimsókn frá VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Formaður félagsins Guðmundur Ragnarsson kom og ræddi félagsmál við nemendur og kennara í vélstjórnarnámi og grunndeild málmiðngreina.  Með honum í för voru Halldór A Guðmundsson og Vignir Eyþórsson frá mennta - og kjarasviði félagsins, Áslaug R Stefánsdóttir skrifstofu og fjármálastjóri og Guðmundur Sigurvinsson.  Þau komu ekki tómhent því þau færðu skólanum að gjöf 40 vinnusloppa auk veglegrar bókagjafar. VM eru færðar kærar þakkir fyrir þessar gjafir sem munu koma sér vel. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri og einnig eru nokkrar myndir á myndasíðunni.

8 okt 2010

Frakkarnir eru mættir!

Enn á ný höfum við fengið skemmtilega haustheimsókn. Hingað eru komnir gestir frá samstarfsskólanum okkar Lycée Sainte Marie du Port í franska strandbænum Les Sables d‘Olonne. Ýmislegt er á döfinni hjá þeim og okkar nemendum næstu daga. Við vonum að þau muni njóta dvalarinnar og að nemendur, franskir sem íslenskir njóti góðs af heimsókninni.
16 sep 2010

Úrslit í kappróðri

Hin árlegi kappróður var haldinn á Pollinum í blíðskaparveðri eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Alls tóku 8 þriggja manna sveitir þátt og verður það að teljast góð þátttaka í ljósi þess að þetta var í fyrsta skipti sem keppt var á sjókayökum. Keppnin um fyrsta sætið var geysihörð og fóru leikar svo að liðið Agnes sem var blandað karla- og kvennalið úr röðum nemenda vann sigur á heildartímanum 4,53,15. Í öðru sæti lenti Karlalið kennara 1 á heildartímanum 4.54,82. Í þriðja sæti var Karlalið kennara 2 á heildarímanum 5.59,95. Bestum tíma allra náði Egill Ari Gunnarsson sem reri fyrir Agnesi en hann fór leiðina á 1.26,46.  Rúnar Helgi Haraldsson náði öðrum besta tímanum, 1.35,45 en hann reri fyrir Karlalið kennara 1. Þriðja besta tímanum 1.36,31 náði danski sendikennarinn Sisse Steenberg sem reri fyrir Kvennalið kennara. Heildartíma fyrir hvert lið og einstaklingtíma er hægt að skoða hér. Að keppni lokinni skelltu nemendur sér í grillaðar pulsur í boði NMÍ. Tolli sá um að ljósmynda keppnina frá ýmsum sjónarhornum og eru myndirnar komnar inn á myndasíðuna.

7 sep 2010

Nýnemaferð 2010

Hin árlega nýnemaferð var farin í Arnarfjörð og Dýrafjörð í byrjun september og tókst afar vel. Nýnemar og lífsleiknikennarar heimsóttu fæðingarstað Jóns Sigurðssonar að Hrafnseyri þar sem Valdimar Halldórsson staðarhaldari tók á móti þeim og fræddi þau um staðinn. Síðan var farið að Núpi í Dýrafirði þar sem Sæmundur Þorvaldsson á Læk leiddi nemendur og kennara um svæðið og sagði frá sögu og náttúru og Skrúður var heimsóttur. Um kvöldið héldu nemendur kvöldvöku og stjórn NMÍ mætti og kynnti starfsemi félagsins í vetur. Daginn eftir var farið í "Boot camp" og hafnarbolta og svo var haldið heimleiðis. Það var sérstaklega tekið til þess af þeim sem tóku á móti hópnum hvað nemendur voru háttvísir og prúðir í framkomu. Þess má geta að veðrið beinlínis lék við ferðalangana en 20 stiga hiti var á Núpi þessa daga. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni og fleiri myndir eru komnar inn á myndasíðuna.
10 ágú 2010

Upphaf haustannar 2010

Skrifstofa skólans er nú opin á ný að loknu sumarleyfi. Skólinn verður settur miðvikudaginn 25. ágúst kl. 09:00 á sal. Töflubreytingar verða gerðar 25. ágúst að lokinni skólasetningu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 26. ágúst.
9 ágú 2010

Nám á haustönn 2010

Umsóknarfrestur um staðnám á komandi haustönn er liðinn. Þeir sem ekki náðu að sækja um en vilja skrá sig í skólann geta þó haft samband við skrifstofu skólans frá 10. ágúst í síma 450-4400 eða sent tölvupóst á áfangastjóra hreinn@misa.is Umsóknarfrestur í dreifnám og þeir áfangar sem verða í boði verða auglýstir síðar.
21 maí 2010

Brautskráning

Útskriftarathöfn Menntaskólans verður í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 22. maí kl. 13:00. Að þessu sinni verða 57 nemendur útskrifaðir. Allir vinir og velunnarar skólans eru velkomnir. Um kvöldið verður útskriftarfagnaður í Íþróttahúsinu á Torfnesi. Húsið verður opnað kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00.
2 maí 2010

Vorpróf

Vorpróf hefjast við skólann mánudaginn 3. maí. Prófin hefjast kl. 09:00 og nemendur eru minntir á að mæta stundvíslega og með þau gögn sem leyfilegt er að nota í prófinu. Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur um próf og próftökurétt sem hér fara á eftir.
 

REGLUR UM PRÓFTÖKU


1. grein

Ef nemandi er veikur í prófi skal hann tilkynna það til ritara áður en klukkustund er liðin af prófinu. Veikindin ber að staðfesta um leið og nemandi kemst til fullrar heilsu með því að útfylla þar til gert eyðublað sem fæst hjá ritara. Nemandi sem ekki skilar inn þessu eyðublaði hefur þar með fyrirgert rétti sínum til sjúkraprófs. Hafi nemandi sótt 95% kennslustunda á önn og fengið einkunnina 8,5 eða meira í námseinkun getur kennari farið þá leið í námsmati að nemandinn eigi þess kost að þreyta ekki lokapróf en sé það þó heimilt. Þetta gildir þó ekki um loka áfanga til stúdentsprófs.


2. grein

Nemendum ber að sitja hið minnsta eina klukkustund við verkefni sitt í hverju annarprófi. Komi nemandi meira en einni klukkustund of seint til prófs, hefur hann glatað rétti sínum til að þreyta prófið.


3. grein

Nemanda, sem fellur í einum áfanga eða fleirum, er heimilt að endurtaka próf í 6 námseiningum, séu einkunnir í þeim 3 eða hærri. Þetta ákvæði gildir þó ekki um íþróttaáfanga (ÍÞR).


4. grein

Nemandi sem verður uppvís að því að hafa rangt við í prófi telst fallinn á prófinu. Sé brotið alvaralegt á hann á hættu brottvikningu úr skóla, tímabundið eða til frambúðar, eftir alvarleika brots. Hið sama gildir um misferli þar sem námsmat felst í öðru en skriflegu prófi