31 mar 2016

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og og á morgun, 1. apríl, eru allir hvattir til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.


Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. 


Fögnum fjölbreytileikanum og styðjum við bakið á einhverfum börnum. Klæðumst bláu á föstudaginn! #blarapril

30 mar 2016

Valdagur 31. mars 2016

Allir þeir sem ætla að stunda nám við skólann á haustönn 2016 þurfa að velja sér áfanga. Allar helstu upplýsingar um valið má nálgast hér.

 

Valið hefst í fundartímanum, kl. 10:30-11:30. Nýnemar eiga að hitta sína umsjónarkennara, aðrir nemendur geta leitað til námsráðgjafa og áfangastjóra.

 

Umsjónarkennararar og stofur:

Andrea - stofa 6                                                 

Anna Jóna - stofa 12                                        
Friðrik – verkmenntahús
Guðjón Torfi - stofa 5                                             
Sólrún - stofa 1
Tryggvi - verkmenntahús

 

 

11 mar 2016

Páskafrí

Skólinn verður lokaður dagana 14.-18. mars vegna skólaheimsóknar starfsmanna til Edinborgar. Þá tekur við páskafrí til 29. mars. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 30. mars.

Gleðilega páska! 




11 mar 2016

Góð aðsókn að opnu húsi í MÍ

Góð aðsókn var að opnu húsi í skólanum í gær. Fjölmargir sóttu skólann heim og kynntu sér það nám sem hér er í boði og skoðuðu húsakynnin. Nemendum í 10. bekk á norðanverðum Vestfjörðum og forráðamönnum þeirra hafði verið boðið sérstaklega á viðburðinn. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir þeirra sáu sér fært að mæta þrátt fyrir vetrarveðrið. Ratleikur var í gangi á meðan á heimsókninni stóð og búið er að draga út vinningshafann sem er Birna Sigurðardóttur. Við óskum Birnu til hamingju og hún getur vitjað vinningsins, páskaeggs nr. 7 frá Nóa Síríus, á skrifstofu skólans í dag.
10 mar 2016

Heimsókn frá Frakklandi

Í þessari viku erum við með góða gesti í skólanum. Þetta er hópur nemenda og 2 kennarar frá vinaskóla okkar Lycée Sainte Marie du Port í strandbænum Les Sables d´Olonne á vesturströnd Frakklands. Samstarfið við þennan skóla hefur nú staðið í bráðum 12 ár en fyrsti hópurinn frá þeim kom í heimsókn til okkar haustið 2004. Nemendurnir sem eru 18 talsins dvelja á heimilum gestgjafa sinna í Ísafjarðarbæ og nágrannasveitarfélögum og í haust er ætlunin að íslensku nemendurnir endurgjaldi heimsóknina. Á meðan á dvöl frönsku nemendanna stendur munu þeir vinna að ýmsum verkefnum í tengslum víð íslenska náttrúru, menningu og samfélag, ásamt því að kynnast betur íslensku nemendunum. Á meðfylgjandi myndum má sjá fyrsta fund Frakka og Íslendinga þegar tekið var á móti hópnum í skólanum.
9 mar 2016

Opið hús í MÍ 10. mars frá kl. 17:30-19:00

Á morgun, fimmtudaginn 10. mars frá kl. 17:30-19:00, verður opið hús í Menntaskólanum. Markmið opna hússins er að kynna starfsemi skólans fyrir nemendum í 10. bekk á norðanverðum Vestfjörðum og forráðamönnum þeirra sem og öðrum sem hafa hug á að kynna sér starfsemi skólans.

Á opna húsinu verður sérstök áhersla lögð á að kynna verknámsframboð skólans og geta gestir skoðað verknámsaðstöðu þar sem kennarar og nemendur munu taka á móti þeim og ýmis verkefni verða í gangi. Bóknámskennarar verða í bóknámshúsi og segja frá áherslum í bóknámi og bókasafnið verður opið.  Einnig munnámsráðgjafi veita upplýsingar um nýjar námsbrautir og inntökuskilyrði í skólann. Nemendur verða á staðnum og kynna félagslífið. 

Boðið verður upp á leiðsögn um húsakynni skólans kl. 17:45 og 18:30. Gestir á opnu húsi fá tækifæri til að spreyta sig í ratleik og eru vegleg verðlaun í boði.

Starfsmenn og nemendur MÍ bjóða gesti velkomna á opið hús fimmtudaginn 10. mars.
2 mar 2016

Forinnritun 10. bekkinga fyrir haustið 2016

Dagana 4. mars - 10. apríl fer fram forinnritun 10. bekkinga á síðunni menntagatt.is. Allir 10. bekkingar á Íslandi eiga að hafa fengið upplýsingar um forinntritun afhentar í sínum grunnskólum. Foreldrar og forráðamenn eiga sömuleiðis að hafa fengið sendar upplýsingar heim um innritunina. Lokainnritun 10. bekkinga fer síðan fram 4. maí - 10. júní. Allar upplýsingar um nám í boði við Menntaskólann á Ísafirði sem og inntökuskilyrði má finna hér.
26 feb 2016

Gróskudagar á Sólrisu

Gróskudagar verða síðustu þrjá daga Sólrisuviku eins og verið hefur undanfarin ár. Að vanda verða fjölmargar áhugaverðar smiðjur í boði. Nemendur geta kynnt sér smiðjurnar með því að smella á hlekk hér fyrir neðan. Allir nemendur þurfa að skrá sig í smiðjur öll 8 tímabilin þessa daga, þ.e.a.s. 3 smiðjur á miðvikudegi, 3 á fimmtudegi og 2 á föstudegi.

Gróskusmiðjur 2016

Skráning í smiðjur hefst í dag og fer fram á netinu. Hlekkurinn á skráninguna er hér fyrir neðan. 

ATH! Skráningu í smiðjur er LOKIÐ. Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig þurfa þeir að hafa samband við skrifstofu skólans.

ATHUGIÐ! Sumar smiðjur eru þess eðlis að þær standa yfir í fleiri en eitt tímabil. Sem dæmi má nefna Hönnunarkeppnin sem stendur yfir alla Gróskudagana og nemendur sem skrá sig í hana geta ekki skráð sig í aðrar smiðjur. Lesið því vel allar útskýringar á smiðjum og hafið þetta í huga þegar þið veljið. 

Góða skemmtun!
25 feb 2016

Sólrisa 2016

Sólrisuvikan er að skella á og verður sett á morgun, föstudaginn 26. febrúar. Að venju verður farið í skrúðgöngu um bæinn. Við hvetjum þá sem vilja fylgjast með atburðum á Sólrisuvikunni að líka við atburð  á Facebook, Sólrisuhátíð 2016:

21 feb 2016

Leikfélag MÍ setur Litlu hryllingsbúðina á svið

Í Sólrisuvikunni setur Leikfélag MÍ á svið Litlu hryllingsbúðina eftir Alan Menken og Howard Ashman. Laust mál er í þýðingu Einars Kárasonar og söngtextar í þýðingu Megasar. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.

Frumsýning verður föstudaginn 26. febrúar kl. 20:00 í Edinborgarhúsinu og alls verða sýningarnar fimm. Hægt er að panta miða í síma 779-2644 eftir kl. 12:00 á daginn. 

Sýningar verða sem hér segir: 

Frumsýning 26. febrúar klukkan 20:00
2. sýning 28. febrúar klukkan 20:00
3. sýning, 29. febrúar klukkan 20:00
4. sýning 1. mars klukkan 20:00
5. sýning 3. mars klukkan 20:00

Verð:
12 ára og eldri : 3000 kr
6-11 ára : 2500
NMÍ: 2500
Öryrkjar og eldriborgarar: 2500