5 mar 2010

Skólablað NMÍ 2010

Skólablað MÍ 2010 er komið út. Það gengur að þessu sinni undir nafninu SMÁÍS og er hið glæsilegasta. Hægt er að nálgast blaðið með því að smella hér
1 mar 2010

Sólrisuhátíðin í fullum gangi

Sólrisuhátíðin sem sett var sl. föstudag er nú í fullum gangi. Nú þegar hefur Túskildingsóperan verið sýnd þrisvar en 4. sýning er þriðjudaginn 2. mars kl. 20:00. Margir viðburðir eru á dagskrá næstu daga og eru þeim gerð góð skil á síðunni solrisa.is. Í dag verður t.d. trommusólókeppni í löngu frímínútunum og svo kemur Þorsteinn Guðmundsson og sprellar á sal í kl. 12.30 á hádegi. Í kvöld verður svo uppistand í MÍ en þá kemur fram uppistandshópurinn Mið Ísland. Miðaverð á þann atburð er 700 krónur fyrir félaga í NMÍ en 1000 krónur fyrir aðra. Á morgun þriðjudag verður mjólkurdrykkjukeppni í löngu frímínútunum og í hádeginu kemur Bubbi Morthens fram á sal skólans. Áfram verður fjallað um viðburði vikunnar hér á síðunni bæði í fréttum og á atburðardagatali en einnig er áhugasömum bent á að skoða vefinn solrisa.is
26 feb 2010

Túskildingsóperan frumsýnd

Sólrisuleikritið Túskildingsóperan eftir Bertolt Brecht, í leikstjórn Hrafnhildar Hafberg, var frumsýnt í Edinborgarhúsinu í kvöld. Frumsýningargestir gerðu góðan róm að frammistöðu leikenda og annarra aðstandenda sýningarinnar í sýningarlok. Næstu sýningar á verkinu eru sem hér segir: Laugardaginn 27. febrúar, sunnudaginn 28. febrúar, þriðjudaginn 2. mars og fimmtudaginn 4. mars. Allar hefjast sýningarnar kl. 20:00 og er hægt að panta miða í síma 450-5565.
25 feb 2010

Sólrisuhátíð 2010

Hin árlega Sólrisuhátíð skólans verður sett föstudaginn 26. febrúar og stendur í rúma viku. Að vanda hefst setningarathöfnin á skrúðgöngu frá skólanum kl. 12 á hádegi. Gengið verður að Edinborgarhúsi þar sem boðið verður upp á létta hressingu. Sama dag verður innanhúsmót MÍ í fótbolta í íþróttahúsinu á Torfnesi og um kvöldið frumsýnir Leikfélag NMÍ Túskildingsóperuna í Edinborgarhúsinu. Fjölmargir viðburðir verða í boði alla vikuna og áhugasömum er bent á að kynna sér ítarlega dagskrá á solrisa.is en auk þess verða viðburðir kynntir hér á heimasíðu skólans.
26 jan 2010

Jöfnunarstyrkur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2010! Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Hægt er að sækja um styrkinn í gegnum netbanka eða Innu, vefkerfi framhaldsskólanna.

Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eiga rétt á að sækja um styrk til jöfnunar námskostnaðar, sbr. reglugerð nr. 692/2003.

 

Eitt frumskilyrði fyrir styrk er að umsækjandi stundi nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni.

Skilyrði fyrir styrknum er að nemandi hafi gengið til lokaprófs úr a.m.k. 12 einingum á önninni í reglubundnu dagskólanámi.

18 jan 2010

MÍ mætir MA í "Gettu betur"

Menntaskólinn á Ísafirði mætir Menntaskólanum á Akureyri í kvöld, mánudaginn 18. janúar, í spurningakeppni framhaldsskólanna "Gettu betur".
Keppninni er útvarpað á Rás 2 og hefst útsending kl. 20.30.

Lið MÍ skipa: Fanney Jónsdóttir, Silja Rán Guðmundsdóttir og Þorgeir Jónsson.  Liðinu er óskað velfarnaðar í keppninni.

Nemendur ætla að mæta á sal skólans í kvöld og til að hlusta á keppnina.
13 jan 2010

Dreifnám hefst

Áfangastjóri hefur nú sent öllum dreifnámsnemendum tölvupóst um upphaf dreifnáms.

Nemendur eiga að skrá sig í áfangana í Moodle (eins og þeir fengu upplýsingar um í tölvupóstinum). Dreifnámshópar í Moodle og Innu er merktir D (t.d. ÍSL 403D) nema ENS 503 sem er með dagskólanum.
22 des 2009

Upphaf vorannar 2010

Skólastarf vorannar 2010 hefst 4. janúar kl. 9.00 með ávarpi skólameistara á sal. Að ávarpi loknu fara nemendur til umsjónarkennara sem afhenda þeim stundaskrár. Þeir nemendur sem þurfa að fara í töflubreytingar fá númer hjá ritara, töflubreytingar hefjast klukkan 10:30 hjá áfangastjóra og námsráðgjöfum.
Skólameistari
21 des 2009

Dreifnám MÍ á vorönn 2010


 

Umsóknarfrestur um dreifnám skólans er til 7. janúar 2010.

 

Kennsla í dreifnámi hefst 11. janúar (frestast til 13. janúar)


 

Áfangi í boði í dreifnámi á vorönn 2010

DAN 203

ENS 203

ENS303

ENS 403

ENS 503

ENS 603

ÍSL 503

NÁT 103

NÁT 123

SÝK 103

STÆ 313