Innköllun fartölva

12 maí 2010

Innköllun fartölva

Vegna breytts fyrirkomulags á tölvumálum MÍ hefur verið ákveðið að innkalla allar fartölvur sem skólinn leigir út. Leigjendur eru því beðnir að skila tölvunum (ásamt hleðslutækjum) á skrifstofu skólans í síðasta lagi á prófsýningardag, 20. maí 2010.

 

Þeir sem ekki standa skil verða krafðir um dagsektir kr. 1.000 á dag frá prófsýningardegi, nema um annað hafið verið samið við skólayfirvöld.

 

Til greina kemur að nemendur geti fengið keyptar fartölvurnar sem þeir hafa umráð yfir í því ástandi sem þær eru í, aðeins verður þó takmarkað magn selt til nemenda og munu þeir sem fyrstir sækja um ganga fyrir. Verðið til nemenda er kr. 110.000 að frádregnum kr. 6.000 fyrir hverja önn sem nemandinn hefur greitt fyrir tölvunot.

 

Leigjendur eru vinsamlegast beðnir að taka afrit af öllum sínum gögnum þar sem að öllu verður eytt af hörðum diskum og nýtt stýrikerfi sett upp á tölvurnar.

 

Nánari skýring á yfirvofandi breytingum:

  • Tölvurnar verða allar hreinsaðar og uppfærðar í Windows 7.0.
  • Möguleikar nemenda til að nýta þessar tölvur verða frá hausti 2010 takmarkaðri en verið hefur. Þeir munu ekki hafa admin leyfi og ekki rétt til að vista gögn á harða disknum.
  • Nemendur munu frá næsta hausti ekki mega taka tölvur skólans með sér heim. Þeir sem ekki eiga tölvu munu hinsvegar fá lánstölvu á skólatíma þegar þörf er á og eiga aðgang að tölvum í húsnæði skólans á opnunartíma til þess að sinna sínu heimanámi.

 

Upplýsingatæknistjóri MÍ

 

Til baka